Dr. Snorri Ingimarsson hefur verið ráðinn tímabundið til að gegna starfi yfirlæknis / forstöðumanns á Krabbameinsmiðstöð LSH, en hann leysir af Helga Sigurðsson yfirlækni / forstöðumann á meðan hann gegnir starfi sviðsstjóra lækninga á lyflækningasviði II. Snorri starfaði um árabil sem sérfræðingur í krabbameinslækningum, enn fremur hefur hann sérfræðiviðurkenningu í geðlækningum og einkum starfað á því sviði í seinni tíð. Snorri hefur samhliða geðlækningum alla tíð sýnt krabbameinsfræðum og krabbameinslækningum mikinn áhuga og meðal annars verið fulltrúi Íslands á því sviði á alþjóðlegum vettvangi og átt sæti í fagráði krabbameinsmiðstöðvar LSH. Snorri er boðinn velkominn til starfa.
Snorri Ingimarsson stýrir Krabbameinsmiðstöð LSH tímabundið
Dr. Snorri Ingimarsson verður yfirlæknir / forstöðumaður Krabbameinsmiðstöðvar LSH meðan Helgi Sigurðsson gegnir starfi sviðsstjóra lækninga á lyflækningasviði II.
Dr. Snorri Ingimarsson hefur verið ráðinn tímabundið til að gegna starfi yfirlæknis / forstöðumanns á Krabbameinsmiðstöð LSH, en hann leysir af Helga Sigurðsson yfirlækni / forstöðumann á meðan hann gegnir starfi sviðsstjóra lækninga á lyflækningasviði II. Snorri starfaði um árabil sem sérfræðingur í krabbameinslækningum, enn fremur hefur hann sérfræðiviðurkenningu í geðlækningum og einkum starfað á því sviði í seinni tíð. Snorri hefur samhliða geðlækningum alla tíð sýnt krabbameinsfræðum og krabbameinslækningum mikinn áhuga og meðal annars verið fulltrúi Íslands á því sviði á alþjóðlegum vettvangi og átt sæti í fagráði krabbameinsmiðstöðvar LSH. Snorri er boðinn velkominn til starfa.