Samdráttur í starfsemi spítalans yfir sumarið hefur farið minnkandi undanfarin ár og á það sama við um sumarið 2006 gangi áætlanir sviðsstjóra eftir.
Mögulegir legudagar yfir sumarmánuðina, þ.e. frá 1. júní til 1. september, eru 75.192 en voru 76.167 sumarið 2005.
Í ár er áætlaður samdráttur 6.668 legudagar eða tæp 9%.
Samdrátturinn var 13% af mögulegum legudögum árið 2005 og 15% árið 2004.
Minni samdráttur er áætlaður á lyflækningasviði I, var 14% árið 2005 en verður 7% árið 2006.
Minni samdráttur er einnig áætlaður á öldrunarsviði, eða 8% en var 15% árið 2005.
Á skurðlækningasviði er samdráttur áætlaður 21%, eða eins og í fyrra og það sama á við um önnur svið.
Barnasvið
Dagdeild 23E verður lokuð frá og með mánudeginum 17. júlí. Opnað verður aftur mánudaginn 14. ágúst.
Barnadeild 22E og barnaskurðdeild 22D verða sameinaðar frá 3. júlí til og með 7. ágúst.
Á barnaskurðdeild B-5 verða engar elektívar innlagnir frá 3. til 24. júlí.
Kvennasvið
Kvenlækningadeild 21A verður starfrækt með 13 rúmum (af 31) frá 6. júní til 1. september.
Sængurkvennadeild 22Aog meðgöngudeild 22B verða sameinaðar frá 1. - 27. júní og frá 21. júlí - 24. ágúst.
Lyflækningasvið I
Meltingar- og nýrnadeild 13E. Ekki reyndist unnt að opna deildina þann 15. maí eins og ráðgert var en starfsemin verður staðsett á 14G í sumar og á A-7 í Fossvogi.
Taugalækningadeild B-2 verður með 14 rúm opin af 22 frá 24. júlí til 27. ágúst.
Lungnadeild A-6 verður með 14-16 rúm opin af 22 frá 17. júní til 21. júlí
3 rúm fyrir svefnrannsóknir á A-6 verða lokuð á tímabilinu 2.-8. júlí og 16. júlí til 5. ágúst.
Húðdeild í Kópavogi verður lokuð frá 19. júní til 26. ágúst.
Geðsvið
Legudeildir barna- og unglingageðdeildar verða samreknar frá 7. júlí til 14. ágúst.
Dagdeild Kleppi verður lokuð frá og með 17. júlí til 4. ágúst.
Endurhæfingarsvið
Starfsemi deilda R-2 og R-3 (legudeild og dagdeild) verður sameinuð á deild R-3 frá fimmtudegi 29. júní til miðvikudags 9. ágúst.
Skurðlækningasvið
Bæklunarskurðdeildir og háls-, nef- og eyrnadeild
Deildir B-5 og A-5 sameinast um rekstur á tímabilinu 23. júní til 21. ágúst.
Á þeim tíma loka deildirnar til skiptis í 4 vikur hvor, deild B-5 fyrst og síðan A-5. Áætlað er að hafa 20 rúm opin á þessu tímabili fyrir báðar sérgreinarnar.
Dagdeild A-5 í Fossvogi
Verður lokuð frá 16. júní til 21. ágúst.
Heila-, tauga- og æðaskurðdeild B-6
Frá 9. júní til 21. ágúst verða 18 rúm opin á deildinni.
Almennar skurðlækningadeildir, 12G og 13G
Deildir 12G og 13G draga saman starfsemi sína frá 23. júní til 21. ágúst.
Miðað er við að hvor deild um sig hafi opin 16 rúm á því tímabili.
Þvagfæraskurðdeild 13D
Frá 23. júní til 28. ágúst verða 15 rúm opin á deild 13D.
Lýtalækningadeild A-4
Frá 16. júní til 21. ágúst verða 8 rúm opin á deild A-4.
Hjarta-, lungna- og augnskurðdeild
Frá 23. júní til 14. júlí og 8. ágúst til 28. ágúst verða 15 rúm opin á deild 12E
Frá 14. júlí til 7. ágúst verða 8 rúm opin á deild 12E.
Þvagfærarannsóknir 11A
Deildin verður lokuð á tímabilinu 24. júlí til og með 8. ágúst.
Dagdeild augndeildar á Eiríksgötu.
Deildin verður lokuð á tímabilinu 24. júlí til og með 8. ágúst.
Svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusvið
Skurðstofur Fossvogi
6. til 23. júní | 5 skurðstofur í gangi | |
26. júní til 18. ágúst | 3 skurðstofur í gangi | |
21. ágúst til 1. september | 5 skurðstofur í gangi |
Skurðstofur Hringbraut
4. til 16. júní | 5 skurðstofur í gangi | |
19. júní til 18. ágúst | 4 skurðstofur í gangi | |
21. ágúst til 1. september | 5 skurðstofur í gangi |
Skurðstofur kvenna - Hringbraut
4. júní til 2. september | 2 skurðstofur í gangi |
Augnskurðstofur - Þorfinnsgötu
23. júlí til 7. ágúst | Lokun á augnskurðstofu Þorfinnsgötu v/málningarvinnu og viðgerðar |
Gjörgæsludeild E-6 og vöknun - Fossvogi
12. júní til 2. september | Opin 5-6 rúm, gæti þurft að taka mið af mönnun. | |
12. júní til 14. ágúst | Vöknun lokuð að næturlagi |
Gjörgæsludeild 12B og vöknun - Hringbraut
12. júní til 2. september | Opin 5-6 rúm, gæti þurft að taka mið af mönnun. | |
12. júní til 14. ágúst | Vöknun lokuð að næturlagi |
Öldrunarsvið
Deild L-2 verður lokuð frá föstudegi 2. júní til 17. júlí (20 rúm)
Deild L-3 verður lokuð frá 14. júlí til 28. ágúst (20 rúm)
Deild L-4 verður með 12 rúm opin frá 1. júní til 1. september
Gæti þurft að fækka rúmum á B-4 og fjöldinn fer eftir því hvernig gengur að manna með sumarafleysingu.