Svæfingar á Íslandi í 150 ár, eftir Jón Sigurðsson svæfingalækni, er fyrsta bókin sem birtist í fullri lengd í Hirslunni, rafrænu geymslusafni Landspítala.
Í Hirslunni eru greinar úr Læknablaðinu og öðrum íslenskum ritum á heilbrigðissviði, auk útgefins efnis eftir starfsmenn Landspítala. Að senda grein til birtingar í Hirslunni er einföld leið til að opna aðgengi að henni fyrir allan heiminn. Slík verk fá að jafnaði mun meiri lestur en þau sem eingöngu eru gefin út í áskriftarritum.
Sjá nánar á http://hirsla.lsh.is