Fjórar umsóknir bárust um stöðu framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala en frestur til að sækja um rann út 9. desember 2008.
Umsækjendur:
Björn Zoëga, settur framkvæmdastjóri lækninga
Friðbjörn Sigurðsson, sérfræðilæknir, lyflækningum krabbameina
Kristján Sigurðsson, sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins
Vilhelmína Haraldsdóttir, sviðsstjóri lækninga á lyflækningasviði II
Starfið er veitt frá 1. febrúar 2009 til fjögurra ára.
Framkvæmdastjóri lækninga er einn fimm framkvæmdastjóra Landspítala og yfirlæknir spítalans. Framkvæmdastjóri lækninga er læknisfróður forsvarsmaður spítalans og skal sjá til þess að lækningar séu ávallt í samræmi við lög, stefnu og markmið spítalans, gæðaviðmið og viðurkennda þekkingu.