Kynning á starfsnámi til sérfræðingsréttinda í hjúkrun og ljósmóðurfræðum verður í Hringsal á Landspítala Hringbraut miðvikudaginn 22. febrúar 2012. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem lokið hafa starfsnámi lýsa náminu og reynslu sinni. Kynningin verður kl. 14:00-16:00 og er öllum opin.
Markmið starfsnámsins er að undirbúa hjúkrunarfræðinga og ljósmæður fyrir starf sérfræðings. Meginþættir starfsnámsins eru klínískt starf, fræðsla, rannsóknir og fræðastörf. Einnig er lögð áhersla á aðra hluta starfs sérfræðinga s.s. leiðtogahlutverkið, samvinnu og ráðgjöf.
Dagskrá
14:00-14:15 Starfsnám til sérfræðiviðurkenningar á Landspítala: Anna Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
14:15-14:30 Bryndís S. Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur
14:30-14:45 Guðbjörg Pálsdóttir sárahjúkrunarfræðingur
14:45-15:00 Margrét Eiríksdóttir geðhjúkrunarfræðingur
15:00-15:15 Anna Sigríður Vernharðsdóttir ljósmóðir
15:15-15:30 Umræður