Kvenfélagið Hringurinn færði svæfingardeild Landspítala Hringbraut veglegar gjafir mánudaginn 16. ágúst 2010. Um var að ræða fjóra súrefnismettunarmæla til þess að mæla súrefnismettun hjá börnum. Mælarnir eru mjög nákvæmir og byggja á nýrri tækni. Þeir henta vel til notkunar hjá mjög veikum einstaklingum. Þar má nefna mjög kalda sjúklinga sem koma inn vegna hjartastopps, við hjartaaðgerðir svo og hjá sjúklingum í losti vegna blóðtaps eða sýkinga. Við sama tækifæri afhenti kvenfélagið Hringurinn forrit í sprautudælu til notkunar við flóknar barnasvæfingar.