Starfsmenntaráð félags- og tryggingamálaráðuneytisins hefur veitt mannauðssviði, starfsumhverfisdeild, styrk að upphæð kr. 2.300.000 vegna verkefnisins
"Þarfagreining vegna náms fyrir ófaglærða starfsmenn Landspítala".
Markmið verkefnisins er að greina störf ófaglærðra starfsmanna Landspítala og þarfir þeirra hvað varðar starfsþróun, koma á raunfærnimati, styrkja stöðu þessara starfsmanna innan spítalans, leggja drög að formlegu námi fyrir þá og stuðla að aukinni starfsánægju og festu ófaglærðra í starfi.