Barnasvið
Á barnasviði eru nú 72 legurými (79 legurými 2002) Barnadeild 1 og 2 verða samreknar í vor og sumar eða frá 4. apríl nk. Á barnaskurðdeild (Hb 13 rými, Fv 6 rými) verður dregið úr starfsemi og hún miðuð við bráðaþjónustu. Dagdeild lokar í 6 vikur frá miðjum júlí og að sama skapi verður samdráttur í valkvæðri dagþjónustu. Vökudeild óbreytt starfsemi. Samdráttur í legudögum 24%.
Kvennasvið
Á kvennasviði eru 71 legurými. Á kvenlækningadeild verða 17 rúm lokuð í sumar. Dregið verður úr valaðgerðum en öll bráðaþjónusta óbreytt. Reynsla frá síðasta sumri af samdrætti á legurými fyrir fæðandi konur gaf ekki góða raun og verður ekki reynt nú. Samdráttur í legudögum 19%.
Geðsvið
Á geðsviði eru nú 225 legurými. (240 legurými 2002). Rekstur bráðaþjónustu og móttökudeilda verður óbreyttur yfir sumarmánuðina. Samdráttur verður á barnageðdeild, í endurhæfingu og umfangi göngudeilda. Samdráttur í legudögum 9%.
Lyflækningasvið I
Á lyflækningasviði I eru nú 170 legurými (188 legurými 2002). Húðdeild lokar í 8 vikur og 11B lokar í 6 vikur. Einnig verður dregið saman í rekstri á einni bráðadeild í Fossvogi. Samdráttur í legudögum 8%.
Lyflækningasvið II
Á lyflækningasviði II eru 35 legurými. Lokað verður 4 rúmum á líknardeild í allt sumar. Samdráttur í legudögum 11%.
Skurðlækningasvið
Á skurðlækningasviði eru nú 170 legurými (161 legurými 2002). Tvær legudeildir verða lokaðar í allt sumar, bæklunarskurðdeild og almenn skurðdeild. Samdráttur verður á öðrum. Verulegar samdráttur verður á valaðgerðum. Samdráttur í legudögum 27%.
Svæfinga- gjörgæslu- og skurðstofusvið.
Á SGS sviði eru 15 skurðstofur. 7 verða lokaðar í sumar, 4 á Hringbraut og 3 í Fossvogi. Starfsemi á gjörgæsludeildum óbreytt.
Slysa-og bráðasvið
Rekstur sviðsins óbreyttur.
Öldrunarsvið
Á öldrunarsviði eru 150 legurými. Ein legudeild á Landakoti verður að jafnaði lokuð í allt sumar, einnig lokar 5 daga deildin 6 rúmum í 6 vikur.
Samdráttur í legudögum 21%.
Endurhæfingarsvið
Á endurhæfingarsviði eru 38 legurými (24 legurými 2002) + 28 rými Kópavogi. Deildirnir á Grensási verða sameinaðar í 6 vikur í sumar.
Samdráttur í legudögum 18%.
Samantekt
Alls eru nú skráð 960 legurými á sjúkrahúsinu, voru árið 2002 skráð 990.
Mögulegir legudagar í sumar eru 85.000
Samdráttur í legudögum er 13.400 eða 16%
(Úr greinargerð framkvæmdastjóra hjúkrunar 25. mars 2003 um starfsemi sjúkradeilda á LSH sumarið 2003)