Von, félag til styrktar skjólstæðingum á gjörgæsludeild LSH á Landspítala Fossvogi hefur fengið styrktarlínu í Reykjavíkurmaraþorpinu í Reykjavík 23. ágúst 2008. Félagið var stofnað af hjúkrunarfræðingum haustið 2007. Tilgangur þess er að styðja við skjólstæðinga deildarinnar, bæði aðstandendur og sjúklinga. Starfsfólk deildarinnar hefur lagt mikinn metnað og dug í að hjálpa til við fjáröflun, til dæmis með sölu jólakorta, með því að safna styrkjum eða hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis, svo dæmi séu tekin.
Velunnarar geta merkt við VON um leið og þeir skrá sig í hlaupið. Einnig er hægt að heita á einstaka hlaupara. Allar upplýsingar er að finna inn á marathon.is.
Eitt af fyrstu verkefnum Vonar var að endurhanna aðstandendaherbergi deildarinnar en margir dvelja þar sólarhringum saman. Verkefnið er nú langt á veg komið og verður vinnu við herbergið lokið nú í haust. Einnig hefur Von styrkt einstaklinga.
Á dagskrá Vonar er einnig að gefa út minningarkort og jólakort, auk þess að taka núna þátt í Reykjavíkurmaraþoninu.