Landspítali - háskólasjúkrahús (LSH) hefur gerti samning við Hörpu - hjúkrun sf. um að taka að sér sem verktaki að reka biðdeild fyrir aldraða á tímabilinu 21. apríl til 31. ágúst 2003. Samninginn undirrituðu Gerður Baldursdóttir og Sigríður Pálsdóttir hjúkrunarfræðingar fyrir hönd Hörpu-hjúkrunar og Magnús Pétursson forstjóri LSH og Anna Stefánsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á LSH. Verktaki fær til afnota húsnæði Landspítala Fossvogi, deild B-5. Um er að ræða biðdeild fyrir 22 aldraða einstaklinga sem teljast hafa lokið meðferð á deildum LSH og eru með fullgilt vistunarmat vegna umsóknar á hjúkrunarheimili. |
Rekur biðdeild fyrir aldraða til hausts
Harpa-hjúkrun hefur tekið að sér að reka biðdeild fyrir aldraða á B-5 í Fossvogi til 31. ágúst 2003.