Sameiginlegt vísindaþing Skurðlæknafélags Íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands fer fram helgina 1. og 2. apríl 2011. Á því verða erindi sem snerta skurð-, svæfinga- og gjörgæslulækningar.
Ítarleg dagskrá ásamt ágripum erinda og veggspjalda (pdf)Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpar þingið við upphaf þess 1. apríl, kl. 8:30.
Strax á eftir ávarpi ráðherra hefst málþing um stunguslys. Það er sniðið að skurðlæknum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum sem geta orðið fyrr blóðsmiti við vinnu sína. Þetta málefni hefur verið ofarlega í umræðunni að undanförnu.
Meðal annars verður rætt um hættuna á blóðsmiti, hvaða afleiðingar slíkt smit getur haft, í hverju meðferð felst, hver séu réttindi starfsmanna/nema og hvort eigi að skima sjúklinga/starfsmenn. Eftir stutt erindi verða pallborðsumræður.
Eftir hádegi á föstudegi verður kynning á vísindaerindum.
Einn af hápunktum þingsins er keppni fimm unglækna/læknanema um Hvatningarverðlaun Jónasar Magnússonar. Hún er laugardaginn 2. apríl og hefst kl. 15:00.