Í ljósi stefnu um starfsþróun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspítala - háskólasjúkrahúsi hefur hjúkrunarforstjóri skipað starfshóp til tveggja ára
til að undirbúa framkvæmd stefnunnar og styðja starfsþróunina í hvívetna. Hann starfar samkvæmt erindisbréfi.
Starfshópurinn starfar í umboði hjúkrunarforstjóra og í nánu samstarfi við starfsþróunarstjóra hjúkrunar, Gyðu Baldursdóttur.
Starfshópurinn er þannig skipaður:
Sigrún Gunnarsdóttir þróunarráðgjafi er fulltrúi hjúkrunarforstjóra og leiðir hún hópinn.
Aðrir eru Björg Guðmundsdóttir þróunarráðgjafi, fulltrúi hjúkrunarforstjóra, Christer Magnusson hjúkrunarfræðingur, fulltrúi kennslu- og fræðasviðs SKVÞ, Kristín Björnsdóttirprófessor, fulltrúi hjúkrunarfræðideildar HÍ, Ragnheiður Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri, fulltrúi hjúkrunarráðs LSH og Svava Þorkelsdóttir, fulltrúi skrifstofu starfsmannamála.