Fjölmenni var á almennum læknaráðsfundi með frambjóðendum til Alþingis sem haldinn var í Eirbergi föstudaginn 4. apríl 2003. Fundarefnið var 1. Landspítali - háskólasjúkrahús. Verkefni, skipulag og rekstur, 2. Nýr Landspítali - háskólasjúkrahús, stefnumörkun, áætlun og fjármögnun. Frummælendur voru sviðsstjórarnir Guðmundur Þorgeirsson prófessor og yfirlæknir og Jónas Magnússon prófessor og yfirlæknir. Á eftir fluttu fulltrúar stjórnmálaflokkanna ávarp og sátu síðan fyrir svörum af pallborði. Þeir voru Jónína Bjartmarz , Framsóknarflokki, Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingunni, Margrét Sverrisdóttir, Frjálslynda flokknum, Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri hreyfingunni - grænu framboði og Geir H. Haarde, Sjálfstæðisflokki. Fundarstjóri var Sverrir Bergmann formaður læknaráðs. |
Fjölsóttur fundur með frambjóðendum
Fulltrúar stjórnmálaflokkanna voru gestir á almennum fundi læknaráðs um Landspítala - háskólasjúkrahús.