Á fundinum verður fjallað um að 25 ár eru liðin frá sameiningu Reykjavíkursjúkrahúsanna en með þeirri sameiningu varð til öflugt þjóðarsjúkrahús. Farið verður yfir þann árangur sem náðst hefur á þessum 25 árum og sjónum sérstaklega beint að verkefnum sem seint hefðu orðið að veruleika ef ekki hefði verið fyrir öflugan sameinaðan spítala. Sem dæmi má nefna breytta samsetningu mannauðs innan spítalans og þróun flókinnar og sérhæfðrar starfsemi í þágu sjúklinga. Þessum árangri verða gerð skil í erindum og örmyndböndum.
Á fundinum verða einnig pallborðsumræður þar sem litið verður til framtíðar undir yfirskriftinni, Landspítali eftir 25 ár. Þar verður rætt um nýjan Landspítala, framfarir í tækni og vísindum sem eru handan við hornið og skipulag heilbrigðisþjónustu til framtíðar.
Ársfundur Landspítala er öllum opinn og verður einnig í beinni útsendingu á miðlum Landspítala. Upptaka verður aðgengileg að fundi loknum.
Kaffiveitingar verða í boði.
Dagskrá ársfundar má sjá hér.
Beint streymi frá fundinum má nálgast hér.