Erna Jóna útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1982. Hún hóf störf á Borgarspítalanum eftir útskrift og starfaði sem hjúkrunarfræðingur næstu fimm árin þegar hún færði sig yfir í markaðsstörf. Erna Jóna kom svo til starfa á Landspítalann árið 2020 sem teymisstjóri á göngudeild innkirtla- og gigtarsjúkdóma og hefur gengt stöðu hjúkrunardeildarstjóra síðan í apríl 2024.
Erna Jóna lauk diplómanámi í Rekstrar- og viðskiptafræði frá Endurmenntun HÍ 1993 og MPM námi frá HÍ árið 2009.
„Á göngudeild innkirtla- og gigtarsjúkdóma fer fram mikið uppbyggingarstarf á þjónustu deildarinnar. Það er mikill heiður að fá tækifæri til að leiða það krefjandi verkefni í samvinnu við það öfluga fagfólk sem þar starfa. Saman getum við sem teymi veitt faglega og framúrskarandi þjónustu og stuðlað að betri heilsu okkar skjólstæðinga.“