Á myndinni eru Halla Laufey Hauksdóttir, klínískur lyfjafræðingur, Jóna Valdís Ólafsdóttir, deildarstjóri lyfjaþjónustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri, og Friðbjörn Sigurðsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum.
Um er að ræða samstarfsverkefni Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu.
Sérnám í klínískri lyfjafræði hófst hér á landi árið 2016 á Landspítala. Þjónusta klínískra lyfjafræðinga á Landspítala og í Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur vaxið gríðarlega undanfarinn áratug en brýnt er að hlúa að uppbyggingu utan höfuðborgarsvæðisins. Markmið þjónustu klínískra lyfjafræðinga er að bæta gæði, öryggi og hagkvæmni í lyfjamálum sjúklinga.
Halla Laufey Hauksdóttir, klínískur lyfjafræðingur á Landspítala, fer núna á vormisseri einu sinni í mánuði, viku í senn, norður til Akureyrar að starfa á sjúkrahúsinu þar. Fyrsta vikan hennar á SAk var í lok janúar.