Auður útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2013 og lauk meistaragráðu í hjúkrun sjúklinga með bráð og alvarleg veikindi, með áherslu á gjörgæsluhjúkrun, árið 2016.
Hún lauk meistaragráðu í verkefnastjórnun frá sama skóla árið 2021.
Auður hóf störf á Landspítala sem hjúkrunarnemi árið 2010 og starfaði lengst af á Gjörgæslu 12B. Hún var aðstoðardeildarstjóri á Vöknun 12A frá 2019-2021 en hefur undanfarið unnið að innleiðingu velferðartækni í heimaþjónustu Reykjavíkurborgar.
„Ég er þakklát fyrir að fá að snúa aftur á vöknun og starfa með því frábæra starfsfólki sem þar er. Sameining vöknunardeildanna er einstakt tækifæri til að byggja upp öfluga og samheldna einingu þar sem vöknunarhjúkrun fær sterkari rödd. Saman munum við halda áfram að þróa starfsemi deildanna þannig að skjólstæðingar okkar fái bestu þjónustu sem völ er á.“