Útbúinn var óskalisti yfir allt það dót sem deildarstjórar Barnaspítalans gátu hugsað sér fyrir börnin sem liggja inni yfir hátíðirnar. Styrkurinn var að andvirði 500.000 kr. og var hann nýttur í að kaupa ýmis konar dót og spjaldtölvur.
Landspítali þakkar Bauhaus kærlega fyrir þennan frábæra jólaglaðning sem mun nýtast börnunum vel.