Henrik hefur sérhæft sig á sviði lífmerkja (biomarkers) taugasjúkdóma, einkum Alzheimers sjúkdóms.
Hann hefur birt yfir 2500 vísindagreinar og er einn helsti vísindamaður heims á sínu sviði.
Hann hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga og fékk á síðasta ári verðlaun sænska læknafélagsins fyrir einstaklega öflugt vísindastarf og kennslu læknanema og sérnámslækna.
Allmargir íslenskir læknar, sem hafa starfað og stundað rannsóknir í Gautaborg, þekkja Henrik og hafa átt samstarf við hann.