Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 11. desember 2024 í Hringsal, Landspítala. Styrkirnir námu 1,5 og 3 milljónum króna hver, en veitt var úr sjóðnum í annað skipti til 2ja ára.
Vísindasjóður Landspítala í krafti vinnu Vísindaráðs Landspítala hefur veitt styrki til ungra vísindamanna á Landspítala síðan árið 2011 og nemur heildarfjárhæð styrkja sem sjóðurinn hefur úthlutað til ungra vísindamanna rúmlega 160 milljónum króna. Markmið þessara styrkja er að efla klínískar rannsóknir á Landspítala og styðja við rannsóknarvirkni nýútskrifaðra starfsmanna spítalans.
Karl Andersen prófessor í hjartalæknisfræði, hjartadeild Landspítala og formaður Vísindaráðs setti athöfnina og flutti ávarp.
Styrkþegar 2ja ára styrkja frá árinu 2023, Oddný Brattberg Gunnarsdóttir, sérnámslæknir, lyflækninga- og bráðasviði, Elías Sæbjörn Eyþórsson, sérfræðilæknir, lyflækningum og Páll Guðjónsson, sérfræðilæknir, lyflækningum krabbameina, kynntu framgang sinna verkefna og formaður Vísindaráðs afhenti nýjum styrkþegum viðurkenningarskjal.
Styrkþegar fluttu að lokum stuttan fyrirlestur til kynningar á sínum fjölbreyttu vísindaverkefnum. Fundarstjóri var Sigríður Bergþórsdóttir.
Styrkhafar og verkefni þeirra:
Elva Rún Rúnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri
Meðumsækjandi: Rafn Benediktsson, forstöðulæknir
Rannsókn: Skimun á fótum í áhættu hjá einstaklingum með sykursýki týpu 2 á Íslandi: Flokkun og algengi miðað við IWGDF staðla
Hlýtur styrk að upphæð 1.500.000 Íkr.
Arna Rut Emilsdóttir, sérnámslæknir
Meðumsækjandi: Jón Jóhannes Jónsson, læknir, Erfða- og sameindalæknisfræðideild, Læknadeild
Rannsókn: Meðferðarbærar arfgerðir – hlutfall fyrirliggjandi greininga á Íslandi
Hlýtur styrk að upphæð 1.500.000 Íkr.
Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir, sérnámslæknir
Meðumsækjandi: Þorvarður Jón Löve, sérfræðilæknir
Rannsókn: Lifun og dánarorsakir einstaklinga með góðkynja einstofna mótefnahækkun - niðurstöður úr Blóðskimun til bjargar
Hlýtur styrk að upphæð 1.500.000 Íkr.
Stefanía Katrín Finnsdóttir, sérnámslæknir
Meðumsækjandi: Ólöf Bjarnadóttir, sérfræðilæknir
Rannsókn: Brjóstakrabbamein á Íslandi 2004-2023, meðferðarheldni innkirtlameðferðar, erfðir og horfur hjá ungum sjúklingum
Hlýtur styrk að upphæð 3.000.000 íkr. sem veittur er til 2 ára.
Eirný Þórólfsdóttir, erfðaráðgjafi við Erfða- og sameindalæknisfræðideild
Meðumsækjandi: Hans Björnsson, Yfirlæknir, Erfða- og sameindalæknisfræðideild, Læknadeild,
Rannsókn: Svipgerðargreining á sjúkdómum sem tengjast utangenakerfinu með áherslu á Pilarowski-Bjornsson heilkennið
Hlýtur styrk að upphæð 3.000.000 íkr. sem veittur er til 2 ára.
Vísindasjóður Landspítala óskar styrkþegum til hamingju og áframhaldandi velgengni í sínum verkefnum.
Ljósmyndari Landspítala var viðstaddur athöfnina og smellti af meðfylgjandi myndum.