Prófanir á varaafli eru framkvæmdar tólf sinnum á ári auk þess sem straumur er rofinn af spítalanum einu sinni á ári og sjálfvirku kerfi gert að svara eins og til er ætlast. Starfsfólk og sjúklingar finna ekki fyrir röskun fyrir utan einu sinni á hausti, á meðan á stóru prófuninni stendur, þegar allt er straumlaust í 10 sekúndur á meðan vélarnar ræsa sig upp.
Landspítala ber að uppfylla ákveðin öryggisskilyrði, sérstaklega varðandi Hringbraut og Fossvog þar sem fer fram viðkvæmasta starfsemin. Tvær heimtaugar eru tengdar við hvora byggingu. Þá eru einnig tvær varavélar og rafhlöðubanki tengd húsunum. Það má því mikið ganga á til að byggingarnar verða straumlausar.
Í jafn umfangsmikilli og orkufrekri starfsemi eins og á spítalanum reynir verulega á kerfin og reglulega kemur eitthvað upp á. Síðustu ár hefur þó gengið vel að fjármagna þessi kerfi og stendur spítalinn nú vel að vígi þegar kemur að vara- og neyðarafli.
Í myndbandinu fer Kristján H. Theodórsson, deildarstjóri rafmagnsverkstæðis Landspítala, nánar yfir raf- og fjarskiptakerfi spítalans.