Ása útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1999 og með M.Sc. í Heilbrigðisvísindum með áherslu á svefn frá sama skóla árið 2007. Árið 2020 lauk Ása MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.
Ása starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala 1999-2001 og í hlutastarfi í svefnrannsóknum frá 2007-2012. Lengst af hefur Ása starfað sem stjórnandi og framkvæmdastjóri í fyrirtækjum tengdum heilbrigðisgeiranum. Síðastliðna 10 mánuði hefur Ása starfað sem verkefnastjóri á Landspítalanum.
„Það felast einstök tækifæri í því að sameina greiningu og meðferð svefntengdra sjúkdóma í eina deild. Sameinuð deild tekur utan um heildarferli sjúklingsins með það að markmiði að auka gæði og þjónustu við hann. Ég er full tilhlökkunar að takast á við þetta spennandi starf og ganga til liðs við öflugan hóp starfsfólks.“