Deildin var áður starfandi í fjórum mismunandi byggingum innan spítalans en hlutverk hennar eru þjónusturannsóknir til greiningar á erfðasjúkdómum og erfðatengdum vandamálum.
Mikil þrengsli voru á rannsóknarstofunni í K-byggingu auk þess sem mygla kom upp í húsnæðinu í Læknagarði sem leiddi til veikinda og uppsagna starfsmanna. Það þótti því brýnt að finna rannsóknarstofunni ásættanlega aðstöðu svo deildin gæti haldið áfram að veita nauðsynlega þjónustu árin fram að flutningi inn í nýtt rannsóknarhús.
Í nýju húsnæði er starfrækt 650fm rannsóknarstofa á fyrstu hæð auk þess sem 480fm skrifstofuaðstaða er á annarri hæð.
Svæði erfða- og sameindalæknisfræðideildar á vefsíðu Landspítala.