Sigríður hóf störf á Landspítalanum árið 1996 sem sjúkraliðanemi og fór síðar í hjúkrunarfræði. Frá útskrift hefur hún starfað sem hjúkrunarfræðingur og fengið starfsleyfi sem sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með verki. Hún er með yfir 10 ára reynslu sem sérfræðingur í hjúkrun á verkjamiðstöð og hefur verið settur deildarstjóri verkjamiðstöðvar frá 1. nóvember 2022. Einnig starfar Sigríður sem dósent við Háskóla Íslands þar sem hún sinnir kennslu og rannsóknum.
Sigríður hefur tekið þátt í fjölmörgum gæða- og umbótaverkefnum s.s. uppbyggingu verkjaþjónustu og vinnu við stefnu Landspítala um mat og meðferð verkja. Þá hefur Sigríður birt fjölda vísindagreina í ritrýndum tímaritum. Hún er formaður Verkjafræðafélags Íslands og situr í stjórn Scandinavian Assocation for the Study of Pain.
„Verkir eru fjölþætt vandamál sem skerða lífsgæði og hamla þátttöku fólks í daglegu lífi. Ég hef brennandi áhuga á því að halda áfram uppbyggingu verkjaþjónustu á Landspítala í gegnum vísindarannsóknir, gæða- og umbótastarf. Að byggja upp verkjamiðstöð þar sem sjúklingar fá viðeigandi þjónustu innan skilgreindra tímamarka, í umhverfi sem er hvetjandi og styðjandi við starfsfólk.“