Stór áfangi náðist í átaki Haraldar Þorleifssonar, Römpum Upp Ísland, þegar rampur númer 1.400 var vígður við Rjóðrið hjúkrunar- og endurhæfingardeild fyrir langveik börn.
Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, lagði síðustu helluna í rampinn og sagði við það tilefni að um mikilvægan áfanga sé að ræða.
Stefnt er að því að rampur númer 1.500 verði vígður fyrir áramót.
Fréttastofa Stöðvar 2 var á svæðinu og má sjá frétt þeirra frá viðburðinum hér.
Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Landspítala, var einnig á staðnum og tók meðfylgjandi myndir.