Jóhanna útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2005 og hlaut sérfræðingsleyfi í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum í Svíþjóð árið 2015. Árið 2017 varði hún doktorsritgerð við Uppsala Háskóla sem byggðist á fimm stórum gagnarannsóknum. Jóhanna hefur lagt áherslu á áframhaldandi rannsóknir á sviði fæðingarfræði samhliða klínísku starfi á Landspítala frá 2019.
Hún var ráðin sem nýdoktor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum skömmu eftir heimkomu frá Svíþjóð, en hefur gegnt starfi lektors við fræðasvið fæðinga- og kvensjúkdómalækninga frá árinu 2021. Jóhanna starfar fyrir Fæðingarskrá og er fulltrúi Íslands í norrænum og evrópskum vinnuhópum sem bera saman fæðingarútkomur.
„Starfsfólk kvenna- og barnaþjónustunnar býr yfir hafsjó þekkingar sem nýtist skjólstæðingum og nemendum í klínísku námi. Ég hlakka til að leggja mitt að mörkum til að efla vísindavirkni og þróa kennsluhætti. Í starfinu mun ég leggja áherslu á að tryggja gæði þjónustunnar með því að stuðla að þverfræðilegu samstarfi og leita leiða til að skapa samfellu milli gæðaeftirlits, umbótastarfs og vísindarannsókna.“