Starf félagsráðgjafa snýst um að vernda andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði og veita stuðning og ráðgjöf til aðstandenda.
Mannréttindi og félagslegt réttlæti eru grundvöllur félagsráðgjafar, þar sem áhersla er lögð á sérstöðu hvers einstaklings og getu hans til að nýta hæfileika sína til fulls.
Viðmælendur í myndbandinu eru félagsráðgjafarnir Þórunn Birna Jónsdóttir og Alexander Björn Gunnarsson, sem segja nánar frá hinum fjölbreyttu störfum sem félagsráðgjafar sinna á spítalanum.