Guðfinna útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2012, kláraði diplómanám í kynfræði 2014 og svo nýtt meistaranám í geðhjúkrun við Háskóla Íslands vorið 2024.
Guðfinna hefur mikla starfsreynslu frá geðsviði Landspítala þar sem hún hefur starfað frá útskrift ásamt reynslu sem aðstoðardeildarstjóri síðastliðin 8 ár, þar af undanfarin 7 ár á Geðgjörgæslu. Guðfinna hefur tekið mikinn þátt í þróunar og umbótavinnu á geðsviði síðastliðin ár með sérstaka áherslu á öryggismál og betri þjónustu.
„Á Legudeild geðrofssjúkdóma er frábær starfsandi og mikil teymisvinna þar sem markmiðið er að veita bestu mögulegu þjónustuna í samráði við sjúklinga og aðstandendur. Ég hlakka því mikið til komandi verkefna þar sem áhersla verður m.a. á eflingu geðhjúkrunar, umbætur, öryggi og starfsánægju.“