Fréttastofa Stöðvar 2 kíkti í heimsókn á háþrýstideild þar sem Leonardo Sturla Gampioli sérfræðilæknir sagði frá starfsemi deildarinnar. Fréttina má sjá hér.
Leonardo segir að deildin hafi nýverið byrjað að fá til sín sjúklinga sem þjást af langtímaáhrifum Covid. Sjúklingarnir eru nú orðnir 60 talsins og hefur meðferðin reynst þeim vel.
Landspítali fékk fyrsta háþrýsti-og köfunarlækningarklefann frá Ítalíu árið 1992 og síðan þá hafa tólf þúsund manns fengið slíka meðferð.
Spítalinn tók í notkun stærri og öflugri klefa fyrir tæpu ári síðan og hér má sjá myndband sem tekið var við það tækifæri: