Markmið vikunnar er að vekja athygli á barnahjúkrun og hjúkrunarfræðingum sem veita framúrskarandi hjúkrunarþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra.
Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við Jóhönnu Lilju Hjörleifsdóttur, deildarstjóra á dag- og göngudeild barna á Barnaspítala Hringsins.
Jóhanna segir starf barnahjúkrunarfræðinga ekki eingöngu snúast um heilsu barnsins heldur sé vellíðan fjölskyldunnar einnig gríðarlega mikilvæg.
Dýrmætt sé að hjúkrunarfræðingarnir fái að kynnast fólkinu í kringum barnið og eigi með þeim gott samstarf, sem stuðlar að bættri heilsu barns og fjölskyldumeðlima.