Markmið málþingsins er að fylgja eftir tveimur lykilþáttum sem skilgreindir voru á fyrsta málþinginu:
- Að hefja vitundarvakningu meðal almennings um lyf.
- Að skilgreina ábyrgð ólíkra haghafa þ.e. heilbrigðistarfsmanna, almennings og einstaklinga sem þurfa að taka lyf.
Dagskrá málþingsins má sjá hér.
Skráningu er lokið en hægt verður að fylgjast með í beinu streymi hér.
Lyf án skaða er alþjóðlegt gæðaátak sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hóf árið 2017. Átakið hófst á Íslandi árið 2020.
Bakhjarlar átaksins eru Embætti landlæknis og Heilbrigðisráðuneytið. Helstu samstarfsaðilar eru Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri (SAK), Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Læknafélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Lyfjafræðingafélag Íslands og Lyfjastofnun.