Salka útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1999. Hún er með diplómagráðu í heilsuvernd barna frá Árósarháskóla 2005, meistaragráðu í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands 2019 og er að ljúka við diplómagráðu frá sama skóla í hjúkrunarstjórnun og forystu.
Salka hefur fjölbreytta starfsreynslu bæði úr opinbera og einkageiranum. Hún hefur starfað á barnadeildinni sem aðstoðardeildarstjóri frá 2023 en vann þar áður hjá embætti landlæknis. Hún hefur talsverða reynslu af hjúkrun barna og fjölskyldna þeirra meðal annars frá vökudeild Landspítala og nýburadeild Skejby sygehus.
„Ég hlakka mikið til að takast á við ný og krefjandi verkefni. Ég mun leggja áherslu á áframhaldandi umbótavinnu tengda öryggi og þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra ásamt því að stuðla að heilnæmu starfsumhverfi og starfsánægju þess frábæra starfsfólks sem starfar á barnadeild og Rjóðri.“