Það er bjargföst trú geðsviðs að ávinningur af endurhæfingaúrræði sem þessu sé mikill þar sem reynslan hefur sýnt að virkni í skapandi greinum sé mikilvægur þáttur í bataferli einstaklinga sem greinast með geðraskanir.
Það er Gallerí Fyrirbæri sem heldur utan um vinnustofur fyrir skjólstæðinga Landspítala og hægt verður að sjá afrakstur samstarfsins á samsýningu sem ber heitið Mýktin í harðneskjunni sem opnar í húsnæði gallerísins á Ægisgötu kl. 18 í dag.
Viðmælendur í myndbandinu eru Hlynur Jónasson, verkefnastjóri IPS atvinnuþátttöku á geðsviði Landspítala og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir myndlistarmaður.