HNE, lýta-, bruna- og æðaskurðdeild A4 hlaut nýverið viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsumhverfi. Verðlaunin voru veitt af Ólafi G. Skúlasyni, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítala.
Ólafur segir spítalann stoltan af að veita þessi verðlaun því miklu máli skipti að fá inn ánægða nema, sem séu framtíðarstarfsfólk Landspítala. Þeim fari fjölgandi og voru til að mynda 500 hjúkrunarfræðinemar hér á síðasta ári og 130 sjúkraliðanemar. Kennsla í heilbrigðisvísindum sé ein af grunnstoðum spítalans og því mikilvægt að vanda vel til verka.
Dalla Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og klínískur kennari, segir ekki alla gera sér grein fyrir því hvað kennsla sé í raun stór hluti af starfsemi spítalans. Starfsfólk deildarinnar leggi mikla áherslu á vellíðan nemenda, að þeir séu í öruggu umhverfi og ekki settir í óþægilegar aðstæður. Nemarnir séu að upplifa margt í fyrsta skipti og því nauðsynlegt að þeir fái góða leiðsögn.
Í meðfylgjandi myndbandi er auk Ólafs og Döllu rætt við Magneyju Ósk Bragadóttur deildarstjóra, Þóru Regínu Böðvarsdóttur og Huldu Björk Jónsdóttur, sjúkraliða á A4.
Ólafur segir spítalann stoltan af að veita þessi verðlaun því miklu máli skipti að fá inn ánægða nema, sem séu framtíðarstarfsfólk Landspítala. Þeim fari fjölgandi og voru til að mynda 500 hjúkrunarfræðinemar hér á síðasta ári og 130 sjúkraliðanemar. Kennsla í heilbrigðisvísindum sé ein af grunnstoðum spítalans og því mikilvægt að vanda vel til verka.
Dalla Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og klínískur kennari, segir ekki alla gera sér grein fyrir því hvað kennsla sé í raun stór hluti af starfsemi spítalans. Starfsfólk deildarinnar leggi mikla áherslu á vellíðan nemenda, að þeir séu í öruggu umhverfi og ekki settir í óþægilegar aðstæður. Nemarnir séu að upplifa margt í fyrsta skipti og því nauðsynlegt að þeir fái góða leiðsögn.
Í meðfylgjandi myndbandi er auk Ólafs og Döllu rætt við Magneyju Ósk Bragadóttur deildarstjóra, Þóru Regínu Böðvarsdóttur og Huldu Björk Jónsdóttur, sjúkraliða á A4.