Rut útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 1997. Hún hóf störf hjá Landspítala sem hjúkrunarnemi árið 1994 og sem hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdóma og krabbameinsdeild A7. Lengst af hefur hún starfað á bráðamóttöku Landspítala, sem hjúkrunarfræðingur frá 1999 og sem aðstoðardeildarstjóri frá 2016. Árið 2021 hóf hún störf sem aðstoðardeildarstjóri á lyflækningadeild B7 og var sett sem deildarstjóri í apríl síðastliðnum.
„Ég hlakka mikið til að taka við spennandi starfi á Lyflækningadeild B7 ásamt frábæru samstarfsfólki. Ég sé gríðarlega mörg tækifæri sem felast í starfsemi deildarinnar og halda áfram því góða umbótastarfi sem þar hefur verið unnið með öryggi sjúklinga að leiðarljósi.“