Á málþinginu í ár, sem fór fram á Hilton þann 6. september, var lögð áhersla á að kynna rannsóknir og verkefni innan starfstöðva Landspítala.
Á meðal þeirra sem tóku til máls voru Arnar Hafsteinsson, íþróttafræðingur á Landakoti, sem sagði frá doktorsverkefni sínu. Þá var kynnt nýsköpunarverkefni sem fjallaði um nýtt stöðugildi sjúkraþjálfara á Bráðamóttöku á Fossvogi og sögð var átakanleg saga ungrar stúlku frá Palestínu sem hefur verið í endurhæfingu á Grensás.
Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Landspítala, var á staðnum og tók meðfylgjandi myndir.