Á myndinni má sjá starfsfólk Gjörgæslunnar í Fossvogi ásamt aðstandendum Péturs.
Í vikunni sem leið fékk Von, félag til styrktar skjólstæðingum gjörgæsludeildar Landspítala í Fossvogi, afhentar rúmlegar 4 milljónir króna frá fjölskyldu, vinum, samstarfsmönnum Péturs, golfklúbbnum Leyni og öðrum velunnurum.
Söfnunin fór fram í gegnum hlaupahóp í nafni Péturs í Reykjavíkurmaraþoni 2024 ásamt söfnun á meistaramóti golfklúbbsins Leynis á Akranesi.
Von þakkar aðstandendum Péturs fyrir þennan ómetanlega styrk.
Gunnhildur Björnsdóttir, eiginkona Péturs.
Gunnhildur Björnsdóttir og Áslaug Nanna fyrir hönd Vonar.
Vinir og fjölskylda Péturs.
Á myndinni má sjá fallegan texta sem fjölskylda, vinir og samstarfsmenn Péturs skrifuðu við tilefnið.