Með þessum degi vilja sjúkraþjálfarar draga athygli að framlagi þeirra til heilsu og vellíðanar einstaklinga og þjóða. Árið 2024 er tileinkað umræðu um mjóbaksverki.
Af því tilefni hafa alþjóðasamtök sjúkraþjálfara gefið út ýmis konar fræðsluefni um bakverki og æfingar sem geta bæði fyrirbyggt og aðstoðað við verki. Fræðsluefnið birtist hér í þýðingu Félags sjúkraþjálfara og með góðfúslegu leyfi þeirra.
Mjóbaksverkir - Mýtur og staðreyndir
Á Landspítala starfa tæplega áttatíu sjúkraþjálfarar og enn fleiri sem koma að sjúkraþjálfun, s.s. sérhæft starfsfólk, sjúkraliðar, íþróttafræðingar og skrifstofufólk. Sjúkraþjálfarar starfa á sex starfsstöðvum spítalans við fjölbreytt störf. Landspítali sinnir einnig menntun sjúkraþjálfara og tekur árlega á móti um fjörutíu nemum í sjúkraþjálfun.
Ljósmyndari Landspítala festi nokkra sjúkraþjálfara spítalans á filmu í síðustu viku og má sjá myndir hér að neðan og nánari umfjöllun á Facebook síðu spítalans.