Eygló útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2014, og kláraði meistaranám í hnattrænni lýðheilsu frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2018.
Hún hefur starfað við geðhjúkrun víða frá útskrift, á barna-og unglingageðdeild Landspítalans, sjúkrahúsinu Vogi og einnig á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Einnig hefur hún starfað á göngudeild barna á Hringbraut og tók þar þátt í uppbyggingu á stuðnings-og ráðgjafarteymi barna með sjaldgæfa sjúkdóma. Hún hefur starfað á göngudeild geðrofssjúkdóma síðustu þrjú árin.
„Að vera hluti af geðrofs- og samfélagsgeðteyminu sem þjónustar fólk með alvarlega geðsjúkdóma er spennandi, og mér finnst ég vera á svo hárréttum stað. Fagfólkið í teymunum myndar ótrúlega flotta liðsheild, þar sem þjónustuþegar eru alltaf í forgrunni. Það eru forréttindi að fá að vinna áfram að því að efla og bæta þjónustuna og ég er sérstaklega spennt fyrir því að vinna að því að veita þjónustuna í auknum mæli í nærumhverfi þjónustuþeganna.“