Guðrún lauk BSc. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og meistaranámi í stjórnun heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum á Bifröst árið 2009. Hún starfaði á krabbbameinslækningadeild 11E samhliða hjúkrunarnámi og að lokinni útskrift. Frá 2001 vann hún að stofnun og síðan umsjón með blæðara- og storkumeinamiðstöð spítalans til 2011. Samhliða var hún í hlutastarfi á þróunarskrifstofu hjúkrunarforstjóra. Hún starfaði í Bandaríkjunum á líknardeild og við heimahjúkrun. Frá 2018 hefur hún starfað sem gæðastjóri á bráða-, lyflækninga- og endurhæfingasviði og geðsviði.
Guðrún hefur tekið þátt í fjölda gæða- og umbótaverkefna innan Landspítala sem snúa m.a. að breytingum á verklagi og þjónustu, úrvinnslu alvarlegra atvika, mælingum á hjúkrunarþyngd og útgáfu fræðsluefnis til sjúklinga auk þess að ganga innlagnavaktir fyrir flæðisdeild.
„Mitt leiðarljós í starfi er öryggi sjúklinga, gæði þjónustu og umbótahugsun. Endurhæfing skiptir okkur öll máli og er mikilvægur hlekkur í öflugu heilbrigðiskerfi og samfélagi. Samvinna og teymisvinna skila skjólstæðingum bestum árangri og ég hlakka mikið til að takast á við verkefnin með öllu starfsfólki endurhæfingar á spennandi tímum uppbyggingar við Grensás.“