Þegar Kári greindist með nýrnabilun á lokastigi og þurfti að gangast undir blóðskilun glímdi hann við mikil og erfið veikindi í langan tíma. Hann fékk að lokum ígræðslu og við tók langt og strangt endurhæfingartímabil.
Alvarleg veikindi taka mikið á hvern þann sem lendir í þeim, en þegar öll sund virtust vera lokuð átti Kári fund með Runólfi Pálssyni, forstjóra Landspítala, sem sannfærði hann um að þeir sem hefðu gengist undir nýraígræðslu gætu í raun gert ýmislegt, jafnvel hlaupið maraþon.
Þetta var hvatningin sem Kári þurfti á að halda og reimaði hann því á sig skóna og byrjaði að hlaupa.
Landspítali óskar Kára til hamingju með þennan frábæra árangur.
Alvarleg veikindi taka mikið á hvern þann sem lendir í þeim, en þegar öll sund virtust vera lokuð átti Kári fund með Runólfi Pálssyni, forstjóra Landspítala, sem sannfærði hann um að þeir sem hefðu gengist undir nýraígræðslu gætu í raun gert ýmislegt, jafnvel hlaupið maraþon.
Þetta var hvatningin sem Kári þurfti á að halda og reimaði hann því á sig skóna og byrjaði að hlaupa.
Landspítali óskar Kára til hamingju með þennan frábæra árangur.