Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir kynstaðfestandi heilbrigðisþjónustu og almenna starfsemi transteymisins.
Transfólk mætir fordómum og hræðslu víðs vegar í samfélaginu og veigrar sér oft við að leita sér heilbrigðisþjónustu. Því er mikilvægt að starfsfólk í heilbrigðiskerfinu sé með grunnþekkingu á daglegu lífi transfólks og geti betur veitt þá meðferð sem einstaklingurinn þarf á að halda.
Í myndbandinu er rætt við Sigríði Jónu Bjarnadóttur, teymisstjóra transteymis fullorðinna, Landspítala.
Yfirgripsmikil síða Samtakanna ´78 um hinseginleikann má nálgast hér.
Hinseginfræðsla til heilbrigðisstarfsfólks from Landspítali on Vimeo.