Í flokknum Framþróun hlaut Gunnhildur Gunnarsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri DAM teymis, heiðrun í ár.
DAM stendur fyrir Díalektísk atferlismeðferð og er sálfræðimeðferð ætluð fólki sem glímir við tilfinningavanda. Meðferðin er sérstök að því leyti að hún er á sama tíma bæði hópa- og einstaklingsmiðuð. DAM teymið hefur sýnt fram á góðan árangur undanfarið og náði teymið til að mynda að útrýma biðlista í meðferðina í febrúar á þessu ári.
Umsögn valnefndar: „Gunnhildur hefur staðið í forsvari fyrir mikið umbótastarf innan DAM teymisins. Fræðsla við aðstandendur hefur verið stóraukin ásamt virku vísindastarfi. Fagleg vinnubrögð DAM teymisins hafa því aukist á sama tíma og gríðarleg aukning hefur orðið í afköstum, sem má til dæmis sjá á styttri biðlistum.“
Gunnhildur Gunnarsdóttir sálfræðingur og teymisstjóri DAM teymis from Landspítali on Vimeo.