Í flokknum Vinnustaðurinn okkar hlaut Sigurlaug Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Hjartagátt Landspítala, heiðrun þetta árið.
Hlutverk starfsfólks Hjartagáttar er margþætt. Þau taka til að mynda á móti sjúklingum frá bráðamóttöku sem bíða eftir innlögn á Hjartadeild og eins er deildin fyrsta stopp hjá fólki sem greinist með bráða kransæðastíflu heima hjá sér.
Flest starfsfólk Hjartagáttar hefur starfað lengi á spítalanum. Þar vinna hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar saman eins og ein manneskja og segist Sigurlaug, eftir 43 ár í starfi, enn hlakka til að mæta í vinnuna á hverjum degi.
Umsögn valnefndar: „Sigurlaug er mikill fjársjóður fyrir samstarfsfólk og sjúklinga. Það er alltaf hægt að treysta á Sigurlaugu og umhyggja hefur einkennt störf hennar alla tíð.“
Sigurlaug Magnúsdóttir from Landspítali on Vimeo.