Á meðal þeirra sem hlaut heiðrun í ár var Jóhann Bjarni Magnússon, gæða- og upplýsingaöryggisstjóri Landspítala, sem heiðraður var í flokknum Öryggi.
Að varðveita öryggi gagna sjúklinga Landspítala skiptir lykilmáli í starfseminni og hefur Jóhann verið óþrjótandi í að tryggja að aðgangur að kerfum og upplýsingum innan spítalans sé í réttum höndum.
Umsögn valnefndar: „Jóhann Bjarni hefur staðið vörð um upplýsingaöryggi spítalans í gegnum tíðina. Hann er framúrskarandi fyrirmynd í upplýsingatæknimálum. Hann er sannarlega mikil auðlind fyrir spítalann.
Jóhann Bjarni Magnússon from Landspítali on Vimeo.