Sjóðnum er ætlað að efla rannsóknir og sérfræðiþekkingu á sviðinu með því að veita fjárstyrki til:
- Rannsókna sem fela í sér nýsköpun þekkingar á sviðinu
- Meistara- eða doktorsverkefna
- Þróunarverkefna svo sem forrannsókna (pilot) og gerðar spurningalista/matskvarða
Óskað er eftir umsóknum úr Rannsóknarsjóði rannsóknarstofu kvenna- og barnaþjónustu (RKB):
- Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 15. september 2024
- Umsókn er skilað á rafrænu umsóknarformi rannsókna- og styrkumsjónakerfis Landspítala
- Veittir verða þrír veglegir styrkir að hámarki 1 milljón króna ásamt minni styrkjum.
- Ítarlegri upplýsingar um gerð umsóknaog mat á umsóknum má finna á vefsíðu RKB
- Úthlutun verður 1. nóvember 2024 í tengslum við ráðstefnuna „Fjölskyldan og barnið”