Í ár voru sjö einstaklingar og fjögur teymi heiðruð og munum við á næstu vikum birta viðtöl sem tekin voru við það tækifæri.
Fyrst í röðinni er Sigríður Þórhallsdóttir, ljósmóðir á fæðingarvakt, sem tilnefnd var í flokknum Umhyggja.
Sigríður hefur verið ljósmóðir í rúm 40 ár. Hún segir að starfið sé krefjandi en gefandi á sama tíma og hefur aldrei viljað starfa við neitt annað.
Í umsögn valnefndar segir:
„Sigríður á farsælan feril sem ljósmóðir. Hún sinnir öllum skjólstæðingum sínum af einstakri hjartahlýju og virðingu. Hún er mjög fær og unun er að fylgjast með henni sinna störfum sínum af fagmennsku.“
Sigríður Þórhallsdóttir ljósmóðir á fæðingavakt Landspítala - heiðruð í flokki umhyggju from Landspítali on Vimeo.