Að venju fór afhending fálkaorðunnar fram við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á 17. Júní.
Alls voru 14 Íslendingar sæmdir riddarakrossinum og þar af voru þrír frá Landspítala.
Rósa Björk Barkardóttir sameindalíffræðingur, fékk riddarakross fyrir framlag til vísinda og krabbameinsrannsókna.
Eiríkur Jónsson yfirlæknir, fékk riddarakross fyrir framlag til þvagfæraskurðlækninga og heilbrigðisþjónustu.
Margrét Tómasdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi skátahöfðingi, fékk riddarakross fyrir störf í þágu skátahreyfingarinnar.
Á vef forsetaembættisins fá finna lista yfir alla orðuhafa.