Sífellt er verið að leita lausna til að auka öryggi sjúklinga á spítalanum og innleiddi hjartadeild til að mynda verklag byltuvarna á síðasta ári.
Hluti af þessum auknu vörnum er sérstakt tæknikerfi frá fyrirtækinu QUMEA sem nýtir skýjalausnir til að auka eftirlit með sjúklingum og koma í veg fyrir byltur. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja mánaða á hjartadeild Landspítala.
Kerfið nemur hreyfingar sjúklings í rúmi og sendir boð í síma starfsmanns ef óeðlilegar hreyfingar hafa átt sér stað. Vonir standa til að innleiðing kerfisins muni fækka byltum og minnka þörfina á yfirsetum á deildinni.
Í myndbandinu er rætt við Auði Ketilsdóttur, sérfræðing í hjúkrun á hjartadeild, Helgu Jónu Harðardóttur, verkfræðing í heilbrigðistækniteymi Landspítala og Sokoj Balaj, viðskiptastjóra hjá QUMEA.
Tæknin notuð til að draga úr byltum sjúklinga from Landspítali on Vimeo.