Í Landspítala appinu þarf einungis að fylla út spurningalista og fá í framhaldi strikamerki sem notað er til að opna snjallbox á húð og kyn, þar sem finna má sýnatökuglas og leiðbeiningar. Að rannsókn lokinni eru niðurstöðurnar sendar beint í appið.
Landspítali vonast til að þetta hvetji ungt fólk til að láta tékka á sér ef grunur er um kynsjúkdóm.
Hægt er að nálgast Landspítala appið fyrir bæði Android og Iphone síma.
Viðmælendur í myndbandinu eru Vildís Hekla Gísladóttir, verkefnastjóri á verkefnastofu Landspítala og Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir, yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild.
Húð og kynsjúkdómarannsóknir nú í Landspítalaappinu from Landspítali on Vimeo.